„Að ganga inn í Mandölu er eins og að stíga inn í annan heim, þar sem friður og ró umvefur mann frá fyrsta augnabliki.”

„Að ganga inn í Mandölu er eins og að stíga inn í annan heim, þar sem friður og ró umvefur mann frá fyrsta augnabliki.”

Um Mandölu

Sagan okkar

Upphaflega átti húsnæði Mandölu að gegna hlutverki nýrra höfuðstöðva fyrir fyrirtæki Erlu en örlagadísirnar gripu í taumana og vegna deiliskipulags varð sú hugmynd ekki að veruleika. Á tímum covid gafst Erlu tími og rými til að velta vöngum um hvaða hlutverki húsið skyldi gegna. Hún sökkti sér í að læra að spila á söngskálar og æfði sig af kappi við að spila á gong og önnur hljóðfæri. Við það fæddist hugmyndin um að húsið yrði kallað Mandala og kjarninn i starfseminni væri mannrækt.

Lesa nánar

Heilun

Tónheilun

Söngskálar

Söngskálar eru hljóðfæri sem er notast við í orkuheilun og sem hugleiðsluverkfæri. Titringurinn og ljúfu tónarnir eru grunntónar líkt og strengir píanós.

Gong

Í Mandölu eru tvö mikilfengleg gong hljóðfæri sem hafa einstakan hljómburð. Þau eru handgerð og með mjög breiðu tónsviði sem fara frá því að vera djúpir og leyndardómsfullir yfir í háa og ævintýralega tóna.

Rýmið

Leiga

Mandala hefur nýlega hafið að taka á móti bókunum fyrir hverskyns mannbætandi viðburði, fundi og námskeið. Rýmið hentar t.d. sérlega vel fyrir jóga, möntrukvöld, öndunarnámskeið, stefnumótunarfundi, hópahristing ásamt ýmiskonar fundum, námskeiðum eða viðburðum.

Lesa nánar

Hlý orð

„Mandala er mitt andlega ferðalag. Sálin ferðast út fyrir tíma og rúm inn í hina hlýju og umvefjandi alheimsorku. Orkustöðvarnar nærast hver af annarri og þegar sálin er tilbúin ferðast hún tilbaka og heldur áfram út í lífið. Þakkir til þín Mandala fyrir einstaka stund.
Namaste.“

Arna Eir

Lesa nánar

STYKKISHÓLMUR

Einstakur bær
í Breiðafirði


Mandala er staðsett í hjarta Stykkishólms, umvafin hinum óteljandi eyjum Breiðafjarðar og töfrandi öflum náttúrunnar. Í göngufjarlægð frá Mandölu er fjölbreytt úrval af hótelum og gistihúsum ásamt spennandi veitingahúsum þar sem hægt er að bragða á hráefnum úr héraði.

Visit Stykkishólmur til að skoða alla þá spennandi valkosti sem í boði eru.